Mixtura - Google skólalausnir

Google skólalausnir

Nú á vorönn er fulltrúum frá grunnskólum borgarinnar  boðið að fara í gegnum námskeið á neti skólalausnum frá Google sem Isabel Gonzalez kennsluráðgjafi hjá WizKids í Danmörku mun leiða í samvinnu við Nýsköpunarmiðju menntamála SFS (NýMið). 

google eduSkóla- og frístundasvið bíður skólum Reykjavíkurborgar frá og með haustinu upp á aðgang að Google umhverfi fyrir skólastarfið. Reykjavíkurborg nýtir sér EDUlife lausn frá Wizkids sem tengir námsumsjónarkerfi Mentor við Google kerfi skólans. Kerfið býr til umhverfi fyrir skólann og uppfærir notendur út frá upplýsingum úr námsumsjónarkerfi og notendagrunni Reykjavíkurborgar. Google í skólastarfi (Google for Education) er vettvangur stafrænna verkfæra frá Google (Google Classroom, Google Docs, Google Sheets, Google Slides o.s.fv.) sem nýtt eru til að búa til og dreifa stafrænum skjölum, auka samskipti og samvinnu í skólastarfi og tengja nemendur og kennara saman. Allt í gegnum þau verkfæri sem kerfið bíður upp á. Öll gögn eru geymd í öruggu skýi og þau eru aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Tölvuumhverfið byggist á umsjónarkerfinu G Suite Education sem er einskonar umgjörð í kringum Google kerfi skólans sem einnig heldur utan um notkun og notendur innan skólans. Hver skóli mun sjá um eigið innra skipulag og er þetta námskeið ætlað þeim sem munu hafa yfirumsjón og stýra Google kerfi skólans.

Prenta | Netfang

Mixtúra

Vefur Margmiðlunarvers Skóla- og Frístundasviðs. 
Margmiðlunarverið er staðsett í
Langholtsskóla við Holtaveg 23, 104 Reykjavík