Mixtura - KeyWe 14. mars

KeyWe 14. mars

KeyWe 

Vefsíðan https://keywe.is/ er rafræn stílabók bæði kennara og nemenda þar sem kennari getur lagt fyrir verkefni líkt og í Google-Classroom. Auk þess gerir KeyWe kennara kleyft að fylgjast með vinnu og skapandi hugsun hvers nemanda á rauntíma sem og bekkjarins í heild sinni. Kennari hefur hefðbundið heildaryfirlit yfir verkefni eða lotur, þ.e. skil og einkunnir hvers nemanda. Sérstæða KeyWe liggur í sýna myndrænt hvernig hugmyndaflug nemanda sker sig úr bekknum. Þannig hvetur KeyWe bæði kennara og nemendur til að gera og vinna skapandi verkefni. Auk þessa býður KeyWe upp á tilbúin verkefni annarra KeyWekennara. Ef þú ert áhugasöm/-samur þá skrifar þú This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og færð prufuaðgang fyrir þig og bekkinn þinn.

Í  vinnustofunni verður farið yfir eftirfarandi:

  • -Hugmyndafræði KeyWe varðandi ímyndunarafl og sjálfstæða hugsun og vinnubrögð nemenda.
  • -Að skrá sig og aðra kennara inn í KeyWe með skólaaðgangi
  • -Að búa til endalaust fjölbreytta hópa/bekki
  • -Að búa til kennsluverkefni í keywekubbi
  • -Að hanna lotu/verkefni fyrir hóp/bekk sem inniheldur fleiri en einn keywekubb.
  • -Að læra hvað hugtögg ganga út á.
  • -Að læra á verkefnasvæðið; rauntímayfirlit, skil, einkunnagjöf, umsögn, samantekt heillar lotu/verkefnis fyrir hvern nemanda.
  • -Að læra á og skilja eðli keyweinnsæishlutans.
  • -Að deila verkefnum á sinn eigin vegg eða á vegg skólans.

Í lok vinnustofunnar er kennari orðin(n) viðurkenndur KeyWekennari og fær skriflegt og stafrænt staðfestingarskjal þar að lútandi.

Umsjón: Ólafur Stefánsson

Hvenær: 14.mars kl. 15:00 til 16:30

Hvar: Mixtúra í Langholtsskóla

Skráning

Prenta | Netfang

Mixtúra

Vefur Margmiðlunarvers Skóla- og Frístundasviðs. 
Margmiðlunarverið er staðsett í
Langholtsskóla við Holtaveg 23, 104 Reykjavík